
Birkir Ásgeirsson
Motion Graphic Designer / Kvikmyndagerðarmaður
Þjóðerni:
Íslenskur
Sími:
Netfang:
Fæðingardagur:
31. janúar, 1989
Ég heiti Birkir og er fæddur og uppalinn á Íslandi. Ég er "freelance" kvikmyndagerðamaður og vinn í fullu starfi sem "Motion Graphic Designer" hjá RÚV. Áhuginn á að búa til myndbönd byrjaði árið 2009 þegar ég og nokkrir vinir vorum að leika okkur með myndavél bara til gamans. Þetta byrjaði sem lítið áhugamál en seinna langaði mig að gera eitthvað meira með þetta. Ég fór því í Marmiðlunarskólan. Megináhersla mín var VFX og 3D þó að ég lærði einnig grunnforritun.
Í nokkur ár var ég líka í kristilegu unglingastarfi sem heitir UNIK og því eru mörg veggspjöld og myndbönd sem sýnd eru á þessari síðu tengd því.
Fyrir frekari upplýsingar um það sem ég hef verið að gera, skoðaðu "showreel" hjá mér og smelltu "hér" til að sjá lokaverkefnið mitt frá Margmiðlunarskólanum.
REYNSLA
2015 - Núverandi
Motion Graphic Designer
2015 - Núverandi
Kvikmyndagerðarmaður
2012 - 2017
Staff meðlimur og kvikmyndagerðarmaður
Ríkisútvarpið - RÚV
Grafík fyrir sjónvarpsþætti, fréttir og annað efni tengt sjónvarpsstöðinni.
Freelancer
Í frítíma mínum hef ég tekið að mér "freelance" verkefni sem kvikmyndagerðamaður. Ég hef gert auglýsingar, tónlistarmyndbönd, árshátíðarmyndbönd fyrir fyrirtæki og brúðkaups myndbönd.
UNIK - Unglingastarf Íslensku Kristskirkjunnar
Ég var staff meðlimur og kvikmyndagerðamaður í kristilegum unglingahópi í kirkjunni minni í um sex ár. Meginverkefni mín voru að skipuleggja unglinasamkomur og annað ger, og gera öll veggspjöld og myndbönd fyrir hópinn. Bæði sjálfboðaliðastarf.
MENNTUN
2014 - 2015
2012 - 2014
Academy Professional Degree
2009 - 2011
Bifreiðasmiður
2008 - 2009
Grunnnám bíliðna
2008
Einkaflugmannspróf (PPL)
Bildøy Bibleskolen
Ég fór til Noregs í eitt ár í biblíuskóla. 50% af skólanum voru íþróttir, gönguferðir og önnur hreyfing og hin 50% voru í skólastofunni.
Margmiðlunarskólinn
Í margmiðlunarskólanum lærði ég forritun, VFX, 3D modeling, animation og vefhönnun en aðaláherslan mín, 3D & VFX.
Borgarholtsskóli
Ég lærði hvernig á að laga bíla eftir árekstur og breytingar á bílum t.d. jeppa eða vörubíla. Ég fór aðallega í þetta nám til að gera eitthvað á meðan ég var að finna út hvað ég vildi gera í framtíðinni, sem reyndist vera myndbönd.
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Grunnám bíliðna í iðnskólanum í Hafnafirði.
Flugskóli Íslands
Einkaflugmannspróf sem leyfir mér að fljúga lítilli einkaflugvél.